Bjarnarhýðið

Heimsmeistarakeppni Bjössa 2006

Allir leikir. Eða ekki.

laugardagur, júní 24, 2006

Fitlið búið, alvaran byrjuð

Byrjum á því að fara yfir riðlana:
A riðill

Ég spáði Póllandi og Þýskalandi áfram, Þýskaland og Ekvador var reyndin. Smá vonbrigði með Póllana, en Stálið var sterkara en ég bjóst við.
B riðill

Ég spáði England, Svíþjóð, og hafði rétt fyrir mér. Eina óvænta var jafntefli ToT og Svía.
C riðill

Dauðariðillinn var meira aumingjariðill. Ég spáði Serbum og Svartfellingum áfram! Og Hollandi. SoS voru aumingjar, og Argentína dúndursterk. Þarna var ég að veðja á það óvænta og klúðraði.
D riðill

Angóla náði þarna tveim góðum jafnteflum, en Portúgal og Mexíkó fóru áfram eins og ég spáði.
E riðill

100% röð, Ítalía, Ghana, Tékkland og BNA alveg eins og ég spáði, en boy oh boy var það tæpt um tíma. Hægt að segja að Ghana hafi komið á óvart, en Bandaríkin - Ítalía var næstum surprise leikur keppninnar.
F riðill

Króatar ullu vonbrigðum, Ástralir aðeins betri en ætlað var, og Brasilía er að malla þetta í gegn. Á reyndar eftir að horfa á Japans leikinn þeirra, en á ekki von á að þeir heilli mig. Ég spáði þeim þó áfram.
G riðill

Þarna var ég næstum úti að aka eins og Fransí. Spáði þó Sviss og Frakklandi áfram bara í öfugri röð. Hélt að Tógó tæki Suður Kóreu, síðarnefndu voru bara þokkalegir.
H riðill

Sem ég sagði, Spánn og Úkraína áfram. Spánverjar mjög flottir.

Alvöru HM


Nú byrjar svo alvöru heimsmeistarakeppnin. 16 leikir af þessum 64 sem skera út um allt. Einu sinni var HM svona, hvernig líst ykkur ef þetta hefði verið reyndin:
Riðill A: Þýskaland; England; Mexíkó; Portúgal
Riðill B: Argentína; Frakkland; Ghana; Sviss
Riðill C: Brasilía; Ítalía; Ástralía; Svíþjóð
Riðill D: Spánn; Niðurlönd; Ekvador; Úkraína
Ekkert bull. Slatti af Evrópu, Brasilía, Argentína og tvær aðrar þjóðir frá Ameríku, ein Afríkuþjóð (ættu að vera tvær), og ein frá Asíu/Eyjaálfu. I wish...
Ég er reyndar mjög ánægður með þetta, sakna engrar þjóðar þarna eins og stundum áður í 16 liða.
En, það er liðin tíð og nú er þetta bara bikarkeppni.
Þýskaland - Svíþjóð 2 - 0

Þýska stálið gegn sænska ... stálinu?. Þetta verður flottur leikur. Bæði lið geta gert mistök sem lífga upp á leikinn, ólíklegt þetta verði skotgrafahernaður. Spái því að Pólland vinni!
Argentína - Mexíkó 2 - 0

Ameríkubardaginn. Auðvitað ekki spurning hver vinnur, en Mexíkó mun gefa allt sitt í þetta.

fimmtudagur, júní 22, 2006

Snúinn til baka

Jæja, ég náði nú eitthvað að horfa, en ef eitthvað er þá hefur þetta alveg læknað mig af að því að horfa á alla leiki.
Það er náttúrlega alveg ljóst að hingað til eru það Argentína og Spánn sem eru að spila best. Brasilía er ekki sannfærandi og önnur lið hafa ekki lent í erfiðari leikjum eða verið ósannfærandi.
Dauðariðillinn varð ekki Argentínuriðillin, heldur E riðill sem verður útkljáður nú á eftir. Ítalía og Tékkland fóru í ósannfærandi flokkinn á laugardaginn, og bæði Bandaríkin og Ghana sýndu góða leiki. Bandaríkin eru ekki með góða einstaklinga, en náðu að rífa sig upp eftir Tékkaleikinn og sýna að samhæfni og samstaða er þeirra styrkur. Það er allt opið þó ég haldi að Ítalir eigi að vinna Tékka. Tékkar gætu kallað á meiðslabræðurna Koller og Baroš.
Í kvöld... fer ég á Víking - FH. Á meðan þætti mér óstjórnlega fyndið ef Japan kemst áfram með sigri á Brasilíu, en Króatar ættu að taka Ástrali.
Nóg í bili, lofa að vera duglegri