Bjarnarhýðið

Heimsmeistarakeppni Bjössa 2006

Allir leikir. Eða ekki.

fimmtudagur, júní 22, 2006

Snúinn til baka

Jæja, ég náði nú eitthvað að horfa, en ef eitthvað er þá hefur þetta alveg læknað mig af að því að horfa á alla leiki.
Það er náttúrlega alveg ljóst að hingað til eru það Argentína og Spánn sem eru að spila best. Brasilía er ekki sannfærandi og önnur lið hafa ekki lent í erfiðari leikjum eða verið ósannfærandi.
Dauðariðillinn varð ekki Argentínuriðillin, heldur E riðill sem verður útkljáður nú á eftir. Ítalía og Tékkland fóru í ósannfærandi flokkinn á laugardaginn, og bæði Bandaríkin og Ghana sýndu góða leiki. Bandaríkin eru ekki með góða einstaklinga, en náðu að rífa sig upp eftir Tékkaleikinn og sýna að samhæfni og samstaða er þeirra styrkur. Það er allt opið þó ég haldi að Ítalir eigi að vinna Tékka. Tékkar gætu kallað á meiðslabræðurna Koller og Baroš.
Í kvöld... fer ég á Víking - FH. Á meðan þætti mér óstjórnlega fyndið ef Japan kemst áfram með sigri á Brasilíu, en Króatar ættu að taka Ástrali.
Nóg í bili, lofa að vera duglegri