Bjarnarhýðið

Heimsmeistarakeppni Bjössa 2006

Allir leikir. Eða ekki.

sunnudagur, júní 25, 2006

Úbs.

Gleymdi að blogga... Var á kafi í tölvunördisma
Þetta var flott í gær, Þjóðverjar enn og aftur dúndursterkir, en Svíar ekki sannfærandi. Svo sýndu Mexíkanar svaka leik, minnugir aumingjarskaparins gegn Bandaríkjunum fyrir fjórum árum. Ekki að það dygði, Argentína hafði það með baráttu. Þýskaland Argentína verður hörkuleikur!
England - Ekvador 1 - 0

Ekvadoooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooor! England stillir upp varnarsinnuðu 4-5-1, eða 4-1-4-1 eftir því hvernig menn vilja hafa það. Rooney getur alveg spilað einn frammi, en þetta verður ekkert auðvelt.
Meira um Portúgal - Holland á eftir.