Bjarnarhýðið

Heimsmeistarakeppni Bjössa 2006

Allir leikir. Eða ekki.

föstudagur, júní 30, 2006

Fjórðungsúrslit

Er rétt að ná mér eftir leiðindi og vonbrigði 2. umferðar þar sem hræðsla réði ríkjum. Ekki það að það hefur oftast verði þannig.
Nú eru að mestu stórkanónur eftir og vonandi að leikirnir verði góður. Mig grunar að svo verði ekki.
Þýskaland - Argentína 1 - 2

Liðin sem hafa spilað best hingað til. Því miður lenda þau hér saman og Argentína hefur þetta.
Ítalía - Úkraína 1 - 0

Öll sólarmerki benda til þess að þetta verði svefnleikur. Því miður. Forza Azzuri!