Bjarnarhýðið

Heimsmeistarakeppni Bjössa 2006

Allir leikir. Eða ekki.

föstudagur, júní 09, 2006

Dagur eitt. Púnktur.

Þetta er að byrja...
Tveir leikir í dag.
Þýskaland - Kosta Ríka

Verður þetta háðuglegasta útreið heimaliðs í háa herrans tíð, eða fer þýska stálið þetta á tradisjóninni?
Ekki spyrja heimskulega. Þegar á hólminn er komið er eini munurinn á góðu þýsku liði og slöku þýsku liði hvort þeir vinna úrslitaleikinn. Ballack verður ekki með, en þetta er kannske leikurinn þar sem hann má helst missa sín.
Kosta Ríka er ekki með neina þekkta leikmenn nema Paolo Wanchope sem er snúinn heim, en ekki orðinn þrítugur. Það verður líka að minnast á Douglas Sequeira, annan tveggja leikmanna frá konunglega liðinu í Sjávarvatnsþorpi, Real Salt Lake. Þetta verður þó einhver barningur fyrir Stálíð og niðurstaðan:
Þýskaland - Kosta Ríka 1-0
Lykilmenn: Lehman og Wanchope.
Spútnikar: Sviðið er stórt, er Podolski maðurinn?

Pólland - Ekvador

Í minningunni lifa Lato, Smolarek og Boniek en nútíminn er annar. Reyndar er núna bæði Boniek og Smolarek, en núna er Zbigniew þjálfari og í hópnum er júniorinn Eusebiuz Smolarek, alinn upp í Belgíu og ku ekki mjög pólskur í sér. Lítur ekki út fyrir að hann verði eitthvað með að ráði. Pólverjar eru því stjörnulausir og styrkurinn liðsheild, barátta og hreint kolklikkaðir stuðningsmenn sem búast má við í stórum hópum.
Ekvador ætlar líka að byggja á sterkri vörn... Já ég sagði Ekvador. Sambabolti hvað?
Jú sambabolti í hæfilegu magni. Liðið er reynslumikið, og nöfn eins og Ulises de la Crus, Augustin Delgado, Edwin Tenorio og Ivan Hutado eru kunnugleg. Liðið varð í þriðja sæti í undankeppninni, unnu bæði Argentínu og Brasilíu, en nú endar þetta.
Pólland - Ekvador 1 - 0
Lykilmenn: Rasiak og Delgado
Spútnikar: Engir.