Bjarnarhýðið

Heimsmeistarakeppni Bjössa 2006

Allir leikir. Eða ekki.

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Að missa ekki af leik

Þorsteinn Joð telur ólíklegt að einhver eigi eftir að horfa á alla leikina í HM. Ég tel frekar líklegt að ég klikki ekki. Síðasti leikur sem ég missti af í HM var leikur Saudi Arabíu og Marokkó á HM'94. Ég átti hann reyndar lengi á teipi og ætlaði að horfa á til bara til að horfa, en það klikkaði og teipið týndist. '86 sá ég alla leiki sem RÚV sýndi, og á enn 2 litlar minnisbækur sem ég nóterað niður um leikina. 1990 sá ég alla leiki þökk sé Eurosport og nóteraði hjá mér liðin, markaskorara og helstu atriði í leikjum. Það sumar vann ég í samgönguráðuneytinu og vann 7-kortérfyrirþrjú til að komast heim í þrjú leikinn. Síðan ætlaði ég að koma þessu í tölvu og eitthvað fór inn. Enn á ég blöðin sem ég nóteraði þetta niður Sama var uppi á teningnum '94. Þá náði ég að koma þessu inn fram að fjórðungsúrslitum (í Word). '98 var ég orðinn tæknilegri og setti upp Access gagnagrunn til að setja inn, færði tölvuna inní stofu og gerði þetta jafnóðum. Sýnist ég eiga þá keppni nokkuð komplett. Þá var að auki netið komið í fullan gang, held ég eigi öll mörkin á tölvutæku, haug af myndum og öll report úr helstu ensku blöðunum. 2002 tók ég ákvörðun um að ég væri ekki að hafa alveg eins gaman að þessu og áður og skrifaði ekkert til að minnka ábyrgð. Sá samt alla leiki en hafði engar áhyggjur af því, horfði á leiki með félögum hér og þar og tók þessu létt. Suma leiki sá ég meira að segja ekki alveg alla, í þeim skilningi að í staðinn fyrir að horfa leiki sem voru á sama tíma hvorn á eftir öðrum eins og alltaf áður var ég með tvö sjónvörp í gangi og horfði á báða í einu, svo framarlega sem það var hægt. Nú er planið að halda þessu óbrotnu, taka frí úr vinnu þegar riðlakeppnin er og njóta sumarsins. ekki ósvipað og ég gerði 2002. Tímasetningin þá hentaði reyndar fullkomlega, leikir á morgnana og svo var eftirmiðdagurinn frír.
Svo sjáum við til hvort ég get bísað einhverja miða á leiki, ef það gerist missi ég auðvitað af leikjum, en einhverju verður að fórna :)
En niðurstaðan er samt sem áður að nota bloggfærnina, ef einhver er, og fylgja gömlum hefðum, þó ekki verði jafn nákvæmar lýsingar og 1998. Frekar að reyna að koma á framfæri því sem mér finnst og upplifuninni af keppninni.
Til þess verður þetta blogg. Lúkkið breytist líklega eitthvað aðeins, kem til með að hlaða inn sértækum linkum ofl ofl.
Vona að ég endist í verkefninu!