Bjarnarhýðið

Heimsmeistarakeppni Bjössa 2006

Allir leikir. Eða ekki.

miðvikudagur, júní 14, 2006

Jæja

Frakkar ætla að endur taka leikinn frá því síðast og vera slakir. Það kemur aðeins á óvart. Riberý lofar góðu.
Það kemur hins vegar ekki sérstaklega á óvart að Brassarnir voru arfaslakir í gær. Það hefur hingað til ekkert lið sýnt að önnur lið eigi að óttast þau eitthvað sérstaklega, keppnin er galopin.
Nú hins vegar ætla ég að taka smá hlé frá HM í fyrsta skipti í 16 ár. Við sjáumst í næstu viku.

þriðjudagur, júní 13, 2006

Eftir á að hyggja

Dyggir lesendur hafa tekið eftir að ég er einstaklega duglegur við að fjalla ekki um leiki eftir á. Reynum að eins að breyta því. Sumum fannst Ástralía - Japan stórskemmtilegur, mér fannst hann allt í lagi. Ástralir áttu auðvitað sigurinn skilinn, en 3-1 var helst til stórt. Mistækur dómari þarna. þessi lið eiga ekki eftir að ógna Brasilíu og Króatíu.
Bandaríkin voru þvílíkt á hælunum. Gott. FIFA er á leiðinni að endurskoða hvernig þeir raða á heimslistann. Betra. Tékkar voru flottir, en eru að verða uppiskroppa með sóknarmenn. Það hefur verið vitað síðan hann var táníngur að Rosický væri dúndurgóður, honum hefur bara á einstakan hátt tekist að komast hjá því að sanna það. Fyrr en núna. Eftir að Arsenal er búið að kaupa hann. Djöfuls.
Ghana var svipað og ég bjóst við, keyrðu á krafti og hraða. Verst fyrir þá að þeir héldu ekki út nema svona 70 mínútur og voru þá alveg búnir. Essien er naut, heppinn að fá ekki gult í gær. Ítalirnir voru þrælgóðir. Ítalía - Tékkland verður úrslitaleikurinn í riðlinum, hörkuleikur. Ég reyndar hafði spáð Ghana áfram, en held að Tékkar séu of sterki. Verð eitthvað bissí á eftir, óvíst um hvort ég nái umfjöllun, hér er spáin fyrir daginn:
Suður Kórea - Tógó 0 - 2
Frakkland - Sviss 2 - 1
Brasilía - Króatía 1 - 1

mánudagur, júní 12, 2006

Ný vinnuvika. Not.

Einn whocares, einn 'áhugaverður' og svo gli Azzuri!!
Ástralía - Japan

Ég er alveg á móti því að Ástralir fari að vilja eitthvað upp á dekk í fótbolta. Geta haldið sig við krikket, rúbbí og sund. Einn að þessum leikjum sem mætti fara -1 - -1.
Þið verðið öll í vinnunni og 'púlarar sem ætla að horfa á Kewell, sem mér skilst að byrji á bekknum eins og í síðasta upphitunarleiknum. Ég lít á þetta næstum sem vinnu að horfa. úha.
Ástralía - Japan 1 - 0
Lykilmenn: Kewell og Nakata
Spútnikar: Ekki séns.

BNA - Tékkland

Sterkasta lið sem Bandaríkin hafa sent á HM segja gárungarnir. Ekki fjarri lagi enda fimmta besta lið í heimi. Mest allt kunnugleg nöfn þar og reynsla og samheldni. Tékkar eru hoknir af reynslu, kannske helst til hoknir. Þriðja elsta liðið í keppninni og með fjóra lykilleikmenn yfir þrítugu. Þeir eru númer tvö á heimslistanum. Þetta verður hörkuleikur. Nedvěd er enn ein gamla hetjan sem snýr aftur, Figo sýndi að það er líf í gömlum glæðum og Nedvěd ætti að geta það líka. Ef hann er heill þ.e.a.s. Hann haltraði af æfingu á fimmtudag. Baroš meiddist á föstudag og Rosický er að koma til baka úr meiðslum.
BNA - Tékkland 0 - 1
Lykilmenn: Donovan og Rosický
Spútnikar: Flestir leikmenn eru þekktar stærðir, bara spurning hvort þeir spila eins vel og þeir geta

Ítalía - Ghana

Eins og ég spáði keppninni þá er þetta næstum úrslitaleikurinn í riðlinum. Hitt liðið mitt í keppninni eru Ítalir og þeir ætla ekki að valda mér vonbrigðum, fara í undanúrslit. Ghana er með nautsterkt lið sem á kannske einna helst í vandræðum með sóknarleikinn. Þar er spurt hvort Asamoah Gyan geti slegið í gegn. Á miðju og í vörn. Essien, Kouffour og Appiah eru kunnugleg nöfn og þeir eiga eftir að valda hinum liðunum höfuðverkjum. Ítalir munu sakna Gattuso á miðjunni og það er óljóst hvort Totti verður heill, en miðju og sóknarúrvalið ætti að vera nægt. Camoranesi, Pirlo, Toni, Inzaghi, Gilardino og Toni eru engin smá nöfn. Eins og sést á tengli hér til hliðar heldur Claudio Ranieri að Daniele de Rossi sé hinn ítalski Frank Lampard. Það getur verið að Ranieri sé slakur stjóri, en hann þekkir góða leikmann. Ég ætla því að fylgja honum. Að auki ku Simone Barone vera alveg við að komast í liðið. Engu að síður verða þetta einu stigi sem Ítalir tapa í riðlinum.
Ítalía - Ghana 1 - 1
Lykilmenn: Totti (ef hann spilar og heldur skapinu í skefjum) og Essien
Spútnikar: de Rossi og Gyan.

Í gær

Bara stikkorð: Hollendingar treysta á Robben, Ruud bætti engu á hugsanlegt kaupverð. Van Persie er einfættur.. Mexíkó er gott en ekki 4ða besta lið í heim. Portúgalir voru öruggir en andlausir. Eyði ekki frekar orðum á annars óspennandi dag þar sem hápunktur var stærsta 'veifa' sem lið hefur komið með handa hinu, innrammað teppi maðurlifandi, og Versta Hárgreiðsla HM: Það er eins og Loco hafi hnerrað ljótu yfirvaraskegginu á sér uppá enni.

sunnudagur, júní 11, 2006

Svört fjöll eður ei?

Jevtić er fæddur í Svartfjallalandi en telur sig víst Serba. Framtíðin er ekki björt fyrir svartfellska landsliðið...

Ekki er allt sem spáð

Ekki er hollenska liðið svipað því sem ég bjóst við. Enginn Kuyt, Kromkamp eða Maduro. Þarf að lesa betur. Sneijder er inni og van Persie verður í næstfremstu línu. Þetta sýnir styrkinn. Þarna er valinn maður í hverju rúmi. Nú er bara að hlakka til.

Heimsmeistaradagur

Nú er komið að því. Í daga spila verðandi heimsmeistarar sinn fyrsta leik. Já ég spái Hollendingum titlinum. Og svo held ég líka með þeim. Skemmtileg tilviljun!
Serbía og Svartfjallaland - Niðurlönd

Það er ekki oft sem vitað er að lið sé að spila í síðasta sinn á HM. Ekki að það muni hafa mikil áhrif á tilvonandi landslið Serbíu, markvörðurinn Dragoslav Jevrić er eini Svartfellingurinn í hópnum. Serbar og Jevrić komust með glæsibrag í keppnina, unnu sinn riðil, m.a. Spán, og fengu aðeins eitt mark á sig. Vörnin, þeirra aðalsmerki hefur ekki verið vel þekkt fyrr en Nemanja Vidić gekk til liðs við United en þekktari, þó kannske ekki fyrir frábæru hlutina eru Kežman og Milošević. (Þetta lítur alveg skelfilega út á makka, ekki satt?) . Ef vörnin heldur þrátt fyrir að Vidić sé í banni og þeir tveir skila sínu á þetta lið að geta haldið sínu og vel það í dauðariðlinum.
Holland. Tja. Já, heimsmeistarar verðandi. Segi það nú og verð að standa við það. Það getur verið að þessi keppni sé aðeins of snemmt fyrir ungt lið Hollendinga. Robben, van Persie og Schneijder eru 22 ára, Hedviges Maduru sem búist er við að verði lykilmaður á miðjunni er 21 og Rafael van der Vaart sem er einhver besti ungi spilari Hollands síðari ár er orðinn 23 og hefur hálf horfið eftir að hann fór til HSV og á ekki öruggt sæti í liðinu. Vörnin hefur verið mjög breytileg nema að einu leyti, þeir fá á sig afskaplega fá mörk, enda stendur þar að baki Edwin van der Sar, hokinn af reynslu og sjaldan eða aldrei í betra formi. Dirk Kuyt er eftirsóttur í Englandi, greinilega ekki vegna gáfna (lýsti því yfir að hann vildi fara í "toppliðið" Newcastle), markamaskínan með flotta nafnið Jan Vennegoor of Hesselink þarf að verma bekkinn útaf einhverjum Rutgerus eitthvað sem spilar víst fremstur.
Engu að síður þá verður þetta róleg byrjun, varnirnar sýna styrkleikann og niðurstaðan:
Serbía og Svartfjallaland - Niðurlönd 0 - 0
Lykilmenn: Mateja Kežman og Rutgerus Johannes Martinius van Nistelrooij
Spútnikar: Ungu hollensku leikmennirnir eru nú þegar stjörnur flestir. Nema Maduro.

Mexíkó - Íran

Úr dauðariðlinum í D-repleiðinlega riðilinn. Það er tvennt sem getur bjargað þessum riðli. Markasúpur og Portúgal í heimsmeistaraformi, eða að Íran og Angóla komi meira á óvart nokkur þar þori að vona. Þó er Íran sterkara liðið og er með reynslubolta innanborðs. Óhamingjusamasti maður á HM, Mehdi Mahdavikia (tvær tengdamæður? need I say more...) er liðtækur á kantinum og Ali Daei hefur skorað 120 landsliðsmörk.
En í fimmta besta liði heims (FIFA alltaf sterkir í bröndurunum) finna þeir ofjarl. fimm manna Mexíkóvörnin er reynslumikil, þar er meðal annars Barça maðurinn og fyrirliðinn Rafael Márquez og að baki stendur einn af betri markmönnum heims, Oswaldo Sanches. Frammi er spurning hvort Jared Borghetti nær að hrista af sér slakt tímabil með Bolton, það er eins og oft að það er tvennt ólíkt að spila með landsliði og félagsliði. Gegn Íran tekst þetta:
Mexíkó - Íran 2 - 0
Lykilmenn: Sanches og Ali Daei
Spútnikar: Ekki hugmynd.

Angóla - Portúgal

Hér skiptir aðeins eitt máli. Uppgjör við herraþjóðina. Síðast þegar þessar þjóðir mættust fór 4-1. Í rauðum spjöldum, þeas.
Styrkur Angóla er samheldni, barátta og gott skipulag. Enginn þeirra er að spila með sterku liði og markvörðurinn hefur verið að æfa á eigin spýtur síðasta árið.
Portúgal vitum við allt um. Í úrslit á síðustu EM, Figo er þarna enn (með göngugrind, skv undanþágu FIFA) sem og Pauleta, síðustu eftirlegukindur gullkynslóðarinnar. José Mourinho hefur séð til þess að önnur nöfn eru þarna kunnugleg, en tveir menn eru öðrum fremur lykilmenn. Cristiano Ronaldo á að sjá um spilið og Deco á að skora eða mata Pauleta. Ef þeir verða í formi verður Portúgal í formi. Það er ekki hægt að segja að þeir séu með ungt lið, Ronaldo er langyngstur, 21 árs
Angóla - Portúgal 0 - 4
Lykilmenn: Miðvörðurinn Jamba og Cristiano Ronaldo
Spútnik: Helder Postiga gæti komið sér aftur upp á stjörnuhimininn.