Bjarnarhýðið

Heimsmeistarakeppni Bjössa 2006

Allir leikir. Eða ekki.

laugardagur, júní 10, 2006

Whúha.

Fyrsta smellrétta spáin dottin inn. Ekki nóg með það heldur voru lykilmennirnir líka bestu mennirnir í sínum liðum, Riquelme maður leiksins. (minnstu ekki á Tevez, takk) Besti leikurinn af þessum fimm og góður endir á deginum eins og var viðbúið. Ekki spurning að Fílarnir segja þessa varamenn sína í byrjunarlið næst, í það minnsta Dindane. Báðar þjóðir voru að spila mjög vel og skemmtilega. Fílabeinsströndin er kannske með eilítið veikari liðsheild og Argentína er með nokkra menn sem geta unnið leik uppá eigin spýtur og það kom vel í ljós. Vel dæmt, boltinn fór ekki yfir línuna, Saviola var ekki rangstæður en svo var rangstæða rétt dæmd í seinni hálfleik.
Flottur leikur í alla staði.