Bjarnarhýðið

Heimsmeistarakeppni Bjössa 2006

Allir leikir. Eða ekki.

mánudagur, júní 12, 2006

Ný vinnuvika. Not.

Einn whocares, einn 'áhugaverður' og svo gli Azzuri!!
Ástralía - Japan

Ég er alveg á móti því að Ástralir fari að vilja eitthvað upp á dekk í fótbolta. Geta haldið sig við krikket, rúbbí og sund. Einn að þessum leikjum sem mætti fara -1 - -1.
Þið verðið öll í vinnunni og 'púlarar sem ætla að horfa á Kewell, sem mér skilst að byrji á bekknum eins og í síðasta upphitunarleiknum. Ég lít á þetta næstum sem vinnu að horfa. úha.
Ástralía - Japan 1 - 0
Lykilmenn: Kewell og Nakata
Spútnikar: Ekki séns.

BNA - Tékkland

Sterkasta lið sem Bandaríkin hafa sent á HM segja gárungarnir. Ekki fjarri lagi enda fimmta besta lið í heimi. Mest allt kunnugleg nöfn þar og reynsla og samheldni. Tékkar eru hoknir af reynslu, kannske helst til hoknir. Þriðja elsta liðið í keppninni og með fjóra lykilleikmenn yfir þrítugu. Þeir eru númer tvö á heimslistanum. Þetta verður hörkuleikur. Nedvěd er enn ein gamla hetjan sem snýr aftur, Figo sýndi að það er líf í gömlum glæðum og Nedvěd ætti að geta það líka. Ef hann er heill þ.e.a.s. Hann haltraði af æfingu á fimmtudag. Baroš meiddist á föstudag og Rosický er að koma til baka úr meiðslum.
BNA - Tékkland 0 - 1
Lykilmenn: Donovan og Rosický
Spútnikar: Flestir leikmenn eru þekktar stærðir, bara spurning hvort þeir spila eins vel og þeir geta

Ítalía - Ghana

Eins og ég spáði keppninni þá er þetta næstum úrslitaleikurinn í riðlinum. Hitt liðið mitt í keppninni eru Ítalir og þeir ætla ekki að valda mér vonbrigðum, fara í undanúrslit. Ghana er með nautsterkt lið sem á kannske einna helst í vandræðum með sóknarleikinn. Þar er spurt hvort Asamoah Gyan geti slegið í gegn. Á miðju og í vörn. Essien, Kouffour og Appiah eru kunnugleg nöfn og þeir eiga eftir að valda hinum liðunum höfuðverkjum. Ítalir munu sakna Gattuso á miðjunni og það er óljóst hvort Totti verður heill, en miðju og sóknarúrvalið ætti að vera nægt. Camoranesi, Pirlo, Toni, Inzaghi, Gilardino og Toni eru engin smá nöfn. Eins og sést á tengli hér til hliðar heldur Claudio Ranieri að Daniele de Rossi sé hinn ítalski Frank Lampard. Það getur verið að Ranieri sé slakur stjóri, en hann þekkir góða leikmann. Ég ætla því að fylgja honum. Að auki ku Simone Barone vera alveg við að komast í liðið. Engu að síður verða þetta einu stigi sem Ítalir tapa í riðlinum.
Ítalía - Ghana 1 - 1
Lykilmenn: Totti (ef hann spilar og heldur skapinu í skefjum) og Essien
Spútnikar: de Rossi og Gyan.