Bjarnarhýðið

Heimsmeistarakeppni Bjössa 2006

Allir leikir. Eða ekki.

þriðjudagur, júní 13, 2006

Eftir á að hyggja

Dyggir lesendur hafa tekið eftir að ég er einstaklega duglegur við að fjalla ekki um leiki eftir á. Reynum að eins að breyta því. Sumum fannst Ástralía - Japan stórskemmtilegur, mér fannst hann allt í lagi. Ástralir áttu auðvitað sigurinn skilinn, en 3-1 var helst til stórt. Mistækur dómari þarna. þessi lið eiga ekki eftir að ógna Brasilíu og Króatíu.
Bandaríkin voru þvílíkt á hælunum. Gott. FIFA er á leiðinni að endurskoða hvernig þeir raða á heimslistann. Betra. Tékkar voru flottir, en eru að verða uppiskroppa með sóknarmenn. Það hefur verið vitað síðan hann var táníngur að Rosický væri dúndurgóður, honum hefur bara á einstakan hátt tekist að komast hjá því að sanna það. Fyrr en núna. Eftir að Arsenal er búið að kaupa hann. Djöfuls.
Ghana var svipað og ég bjóst við, keyrðu á krafti og hraða. Verst fyrir þá að þeir héldu ekki út nema svona 70 mínútur og voru þá alveg búnir. Essien er naut, heppinn að fá ekki gult í gær. Ítalirnir voru þrælgóðir. Ítalía - Tékkland verður úrslitaleikurinn í riðlinum, hörkuleikur. Ég reyndar hafði spáð Ghana áfram, en held að Tékkar séu of sterki. Verð eitthvað bissí á eftir, óvíst um hvort ég nái umfjöllun, hér er spáin fyrir daginn:
Suður Kórea - Tógó 0 - 2
Frakkland - Sviss 2 - 1
Brasilía - Króatía 1 - 1